44. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 5. mars 2024 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:10
Brynhildur Björnsdóttir (BrynB) fyrir Jódísi Skúladóttur (JSkúl), kl. 09:10
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:10
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10

Bergþór Ólason og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir voru fjarverandi.
Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi kl. 11:13.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 43. fundar var samþykkt.

2) 511. mál - aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2023–2026 Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund gesti. Fyrst komu Peter Weiss frá Háskólasetri Vestfjarða, Joanna Ewa Dominiczak og Ingunn Guðmundsdóttir frá Mími-símenntun og Valgeir B. Magnússon frá Símennt - samtök fræðslu og símenntunarmiðstöðva, sem tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Því næst komu Þóra Jónsdóttir og Anton Emil Ingimarsson frá fjölmiðlanefnd, sem tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

3) 486. mál - kvikmyndalög Kl. 10:24
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gísla Snæ Erlingsson og Sigurrós Hilmarsdóttur frá Kvikmyndamiðstöð Íslands.

4) 24. mál - háskólar Kl. 10:44
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Brynhildi Pálmarsdóttur og Sigríði Geirsdóttur frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti.

5) 37. mál - málstefna íslensks táknmáls 2024–2027 og aðgerðaáætlun Kl. 11:15
Dagskrárlið frestað.

6) 316. mál - kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla Kl. 11:15
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir upplýsingum frá dómsmálaráðuneyti um fyrirhugaða endurnýjun líkbrennsluofna eða uppbyggingu nýrrar bálstofu. Nánar tiltekið hvaða vinna hafi átt sér stað, undirbúningur og viðræður, við hvaða aðila hafi verið rætt, hvar málið sé statt sem og að fá afhent öll gögn og samskipti ráðuneytisins í tengslum við það. Þá er óskað eftir nánari upplýsingum um fjármögnun kirkjugarða og samning ríkisins um kirkjugarðasamkomulag sem liggur til grundvallar.

7) 722. mál - útlendingar Kl. 11:17
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Bryndís Haraldsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

8) Önnur mál Kl. 11:18
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:19